Neitaði að skila gervitönnum eigandans

Milo var ekki til í að skila gervitönnunum til eiganda …
Milo var ekki til í að skila gervitönnunum til eiganda síns og virtist nokkuð stoltur af nýfundna glottinu sínu. Skjáskot út myndskeiði

Nýlegt myndband af hrekkjótta blendingnum Milo, sem náði að grafa gervitennur upp úr náttborðsskúffu í svefnherbergi eiganda síns, hefur sannarlega slegið í gegn á netmiðlum. 

Náði hvuttinn að grípa tennurnar í kjaftinn með afar kómískum afleiðingum en eigandi hans, Stacie Owen, tók breitt glott rakkans upp á símann á meðan hún grátbað hann, í gegnum hláturinn, um að skila tönnunum. 

Í samtali við Daily mail sagði Owen að Milo, sem er átta mánaða gamall, hafi nýlega lært að opna skúffur en viðurkenndi að þessi nýfundni hæfileiki hafi orðið til vandræða á heimilinu.

„Ég var farin að spá í það hvers vegna hann væri svona hljóðlátur og fann hann inni í svefnherberginu með gömlu gervitennurnar hennar mömmu,“ sagði Owen. „Hann elskar að halda á hlutum í munninum og verður voðalega stoltur þegar hann nær einhverju. Hann tekur alltaf eitthvað með sér heim þegar við förum í göngutúr.“

Bráðfyndið myndband af hrekkjalóminum Milo má sjá hér að neðan.

mbl.is