Nefnt eftir fyrsta þeldökka kvenverkfræðing NASA

NASA hefur end­ur­nefnt höfuðstöðvar sín­ar eft­ir Mary W. Jackson, fyrstu …
NASA hefur end­ur­nefnt höfuðstöðvar sín­ar eft­ir Mary W. Jackson, fyrstu þeldökku kon­unni sem ráðin var til þeirra sem verk­fræðing­ur. Samsett ljósmynd: Wikipeda

Konur eru magnaðar og það er fátt sem veitir mér meiri innblástur og gleði en konur sem ná að ryðja brautina og fá þá athygli sem þær eiga skilið. Ég rakst á uppbyggilega frétt á dögunum þar sem sagt var frá því að NASA, The National Aeronautics and Space Administration, hafi endurnefnt höfuðstöðvar sínar eftir Mary W. Jackson, sem var fyrsta þeldökka konan til að vera ráðin inn hjá þeim sem verkfræðingur.

Jim Bridenstine frá NASA segir Mary W. Jackson hafa verið part af hópi mjög mikilvægra kvenna sem lögðu sitt af mörkum hjá NASA til þess að koma geimförum út í geim. Mary var mikill brautryðjandi sem vildi láta breytingar verða að veruleika. Hún ruddi veginn að nýjungum og opnaði á tækifæri fyrir þeldökkt fólk og konur á sviðum verkfræði og tækni.

Greinilega mjög merkileg kona hér á ferð sem mun koma til með að veita innblástur í langan tíma.

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is