Fullt af nýju á Netflix!

Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum …
Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum um helgina. Ljósmynd/Unsplash

Bíó-sérfræðingur K100, Bíó Bússi, mætti í Ísland vaknar á dögunum og stiklaði þar á stóru um úrvalið sem finna má á Netflix og öðrum streymisveitum á næstunni. Ýmislegt nýtt og ferskt er á boðstólnum fyrir þá sem þyrstir í smá „kósíheit“.

Warrior Nun

Fantasíu þáttaröðin Warrior Nun, sem byggð á grafískum teiknimyndasögum er nýkomin inn á Netflix. Þættirnir fjalla um unga konu sem vaknar upp í líkhúsi og uppgötvar að hún tilheyrir núna reglu bardaganunna kaþólsku kirkjunnar. Vandinn er að hún er ekki trúuð og hefur lítinn áhuga að að berjast við hið illa og vill miklu frekar skemmta sér og njóta lífsins.

Stateless

Netflix-serían Stateless kemur inn á streymisveituna 8. júlí næstkomandi. Fjalla þættirnir um fjóra aðila sem flækjast inn í mál innflytjenda í fangageymslum í Ástralíu. Óskarsverðlaunahafinn Cate Blanchett er einn af höfundum þáttanna.

Hanna

Önnur sería af Amazon-þáttunum Hanna komu inn á Amazon Prime í dag, 3. júlí en þrír þættir í seríunni eru leikstýrðir af íslenska leikstjóranum og handritshöfundinum Uglu Hauksdóttur. Þættirnir eru byggðir á samnefndri bíómynd frá 2011. Hanna er nú komin á stað sem heitir Meadows og þar fá hún og systur hennar að kynnast betur. Ekki eru þó allir sammála um það hvort nýta eigi hæfileika þeirra eða ekki.

Deadwind

Önnur þáttaröð af Deadwind er komin inn á Netflix en hér er um að ræða ekta norræna glæpasögu frá Finnlandi en á finnsku heita þættirnir Karppi.

Southern Survival

Heimildaþáttaserían Southern Survival kom inn á Netflix í dag en þættirnir fjalla um The BattlBox teymið sem rannsakar virkni allskyns varnings sem ætlaður er til að bjarga fólki í lífshættu.

Unsolved Mysteries

Unsolved Mysteries er nýkomið inn á Netflix en höfundar þessara gömlu og vinsælu þátta hafa nú tekið höndum saman með framleiðendum Stranger Things með nýrri útgáfu af þáttunum. Nú leita þeir til áhorfenda til að fá aðstoð við að leysa málin.

Outcry

Heimildaþáttaröðin Outcry kemur inn á Hulu 5. júlí. Þættirnir fjalla um Greg Kelly sem var fótboltastjarna í framhaldsskóla í Texas en var sakaðu og dæmdur fyrir að misnota fjögurra ára gamlann dreng kynferðislega. Í þessum fimm þáttum er farið yfir málið og fylgst með baráttu aðstandenda og stuðningsmanna hans sem vilja komast að hinu sanna og sína fram á sakleysi Kelly.

Hamilton

Verðlaunasöngleikur Lin Manuel Miranda á Broadway hefur verið festur á filmu í nýrri kvikmynd á Disney+ en myndin kom úr í dag. Er hér sögð saga eins af stofnfeðrum Bandaríkjanna, Alexander Hamilton. Sagar er sögð af þeldökkum leikurum og er hljóðheimurinn Rapp, Hip-Hopp, Soul og R&B. Söngleikurinn á Broadway hefur fengið mikla athygli og mikil lof.

Under the Riccione Sun

Netflix-bíómyndin Under the Riccion Sun er nýkomin inn á streymisveituna en myndin fjallar um unglinga sem kynnast á ströndum Riccione og mynda með sér vinskap og aðstoða hvert annað í að sigla ólgusjó ástarinnar.

 

Desperados

Rómantíska gamanmyndin Desperados kom inn á Netflix í dag. Myndin byrjar á því að Wes, sem heldur að hún hafi fundið hinn fullkomna mann þar til hann hættir að svara eftir stefnumót. Sár, svekkt og vel í glasi sendir Wes honum hressileg skítaskilaboð og kemur þá í ljós að hann var erlendis og lenti í slysi sem varð til þess að hann gat ekki svarað. Wes og vinkonur hennar hendast því til Mexíkó í þeim tilgangi að eyða skilaboðunum frá henni áður en hinn eini rétti nær að skoða þau.

Mucho Mucho Amor: The Legend of Walter Mercado

Heimildarmyndin Mucho Mucho Amor: The Legend of Walter Mercado kemur inn á Netflix 8. júlí en hún fjallar um litríka og suður-ameríska miðilinn Walter Mercado sem var súperstjarna í hinum suður-ameríska heimi en hvarf snögglega af sjónvarsviðinu á hátindi frægðarinnar.

mbl.is