Amazon-þættir Uglu komnir í loftið

Samsett ljósmynd: Aðsend

Þáttasería tvö af spennuþáttunum Hanna er nú komin inn á Amazon Prime en Ugla Hauksdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, leikstýrði þremur þáttum í seríunni.

Hún greinir frá þessu á facebooksíðu sinni en þar segist hún hafa notið þess að leikstýra þáttum fjögur, fimm og sex af seríunni. Óskar hún samstarfsfólki sínu til hamingju með þættina sem hún segir að líti frábærlega út og hljómi frábærlega.

 Hægt er að sjá stiklu fyrir þáttaseríu tvö af Hanna hér að neðan.mbl.is