Níræð hetja gengur fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Hin níræða Margaret Payne lauk á dögunum göngu sinni upp …
Hin níræða Margaret Payne lauk á dögunum göngu sinni upp og niður stigann heima hjá sér til styrktar heilbrigðisstarfsfólki en upphæðin sem hún safnaði jafngildir 72 milljónum íslenskra króna.

Það eru ýmsar leiðir til þess að láta gott af sér leiða og mér finnst alltaf skemmtilegt að fylgjast með frumlegum og skapandi hugmyndum fólks á því sviði.

Ég rakst á frétt um 90 ára gamla konu í Skotlandi sem fékk mig til að brosa hringinn. Hin níræða Margaret Payne lauk á dögunum við 2.398 feta göngu sem jafngildir 731 metra og safnaði í leiðinni yfir 72 milljónum íslenskra króna. Gangan var þó heldur óhefðbundin þar sem hún gekk upp og niður tröppurnar á heimili sínu á hverjum degi síðan um páskana.

Sem unglingur gekk Payne gjarnan á fjöll og 15 ára gömul kleif hún topp Suilven-fjallsins og situr sú minning greinilega fast í henni. Hún reiknaði göngulengd Suilven og komst að því að hún jafngildir 282 ferðum um tröppurnar á heimili hennar. Í fyrstu ætlaði hún einungis að gera þetta til að halda sér upptekinni og í formi á meðan á sóttkví stóð en fljótlega ákvað hún í sameiningu við dóttur sína að klára gönguna og halda fjáröflun til styrktar heilbrigðisstarfsfólki í Bretlandi.

Payne fékk innblástur að þessu frá Tom Moore sem fyrr á árinu safnaði mörg hundruð milljónum íslenskra króna fyrir heilbrigðisstarfsfólk með því að ganga um í garðinum sínum. Hún segir mikilvægt að halda sér gangandi og að hugarfarið verði að vera jákvætt. Virkilega flott framtak hjá þessari kraftmiklu konu!

Í myndbandinu hér að neðan má sjá Margaret Payne ljúka göngu sinni.

 Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is

#taktubetrimyndir