Heillast af humarbænum

Það verður nóg um að vera á Höfn í Hornafirði …
Það verður nóg um að vera á Höfn í Hornafirði á morgun en öll dagskrá K100 verður úr bænum, sem oft er kallaður Humarbærinn. Samsett ljósmynd: mbl.is/Golli mbl.is/Kristinn

Stjórnendur útvarpsþáttanna Ísland vaknar og Síðdegisþáttarins elska Ísland og ætla að gerast ferðamenn í eigin landi og ferðast um landið með hlustendum í sumar, en næsti áfangastaður K100 er Höfn í Hornafirði.

Það er margt hægt að gera og skoða á Hornafirði …
Það er margt hægt að gera og skoða á Hornafirði en Höfn er meðal annars þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð og gómsætan mat. mbl.is/Golli

Dagskrá K100 föstudaginn 3. júlí verður öll úr útsendingarhjólhýsi K100 á besta stað í bænum fyrir utan Sundlaug Hafnar. Þangað munu koma ýmsir góðir gestir úr bænum.

Kristínu Sig, Ásgeir Pál og Jón Axel í morgunþættinum Ísland …
Kristínu Sig, Ásgeir Pál og Jón Axel í morgunþættinum Ísland vaknar hlakka til að vakna í Höfn á morgun og kynnast bænum með hlustendum.

Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Jón Axel innanborðs, hefst stundvíslega klukkan sex að morgni. Auðun Georg verður með fréttirnar eins og venjulega og Siggi Gunnars og Logi Bergmann í Síðdegisþættinum munu skoða hvað gerir Höfn að áhugaverðum stað og eftirsóknarverðum til að heimsækja og búa á.

Dagurinn verður vel nýttur

Siggi Gunnars hlakkar til að heimsækja Höfn en hann segist í samtali við K100.is og Morgunblaðið vera sérstaklega spenntur að kynnast matarmenningunni í bænum sem oft er kallaður Humarbærinn.

K100 ferðast með frábærum fararskjóta frá Toyota sem dregur hjólhýsi …
K100 ferðast með frábærum fararskjóta frá Toyota sem dregur hjólhýsi frá Víkurverki Öll útsending morgundagsins verður úr hjólhýsinu en Logi Bergmann og Siggi Gunnars í Síðdegisþættinum munu fá ýmsa góða gesti til sín af svæðinu. mbl.is/Rósa M.

„Það verður gaman að koma á Höfn en þangað hef ég ekki komið í mörg ár, áður en túristabyltingin hófst hér á landi, svo það verður spennandi að sjá alla uppbygginguna sem hefur átt sér stað þar í ferðamennsku. Mér skilst að matarmenningin sé efst á lista yfir það sem maður þarf að kynna sér á staðnum svo ég er spenntur að smakka allan góða matinn þarna,“ segir hann kátur í bragði.

„Einn af mínum bestu vinum er frá Höfn svo ég er búinn að fá fullt af ráðum frá honum varðandi það sem ég þarf að sjá svo dagurinn fram að útsendingunni verður vel nýttur. Þar ætlum við m.a. að tala um „slow tourism“ sem er fyrirbæri sem ég hef ekki heyrt talað um áður!“ sagði hann.

„Við á K100 erum mjög spennt fyrir því að stækka útsendingarsvæðið okkar þannig að við náumst á Höfn. Fyrsti liðurinn í því verður að við verðum með tilraunaútsendingu á föstudaginn á FM 106,5 og vonumst við til að íbúar á Höfn taki vel í það,“ bætti hann við.

mbl.is

#taktubetrimyndir