Dagur dansaði á mannlausu hóteli í miðju Covid

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og eiginkona hans Arna Dögg Einarsdóttir …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og eiginkona hans Arna Dögg Einarsdóttir dönsuðu á mannlausu hóteli í kórónuveirufaraldri eins og þau höfðu „alltaf viljað en aldrei þorað.“ Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur var meðal viðmælenda í útsendingu K100 frá miðborg Reykjavíkur á föstudag en í Síðdegisþættinum ræddi hann meðal annars um breytingar á borginni og átökin í kringum þær. Þegar umræðan barst að hótelum í höfuðborginni sagði hann frá nýlegri reynslu sinni af dvöl á Hótel Borg með eiginkonu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur, í tilefni af afmæli hennar.

„Eins og maður hafði alltaf viljað en aldrei þorað“

„Konan mín átti afmæli í miðju Covid og ég kom henni á óvart og við vorum einu gestirnir á Hótel Borg. Ég ætla ekki að fara alveg út í það en við ákváðum fyrst við værum ein að taka hátalara og dansa. Dansa í herberginu eins og maður hefur alltaf viljað en aldrei þorað,“ sagði Dagur og uppskar hlátur.

Hlustaðu á allt viðtalið við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Síðdegisþættinum.

mbl.is

#taktubetrimyndir