„Það er kominn Helgi“ staðfest í haust

Landsmenn geta glaðst yfir því að von er á nýrri …
Landsmenn geta glaðst yfir því að von er á nýrri seríu með Helga sambærilegri þáttunum „Heima með Helga„ sem slógu í gegn í samkomubanninu.

Landsmenn geta heldur betur glaðst yfir því að von er á nýrri seríu í haust, sambærilegri þáttunum „Heima með Helga“ sem slógu í gegn í sjónvarpi Símans á laugardagskvöldum í samkomubanninu. Helgi greindi frá þessu í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á föstudag og mun serían að sögn Helga bera nafnið „Það er kominn Helgi“. 

Helgi var krýndur borgarlistamaður Reykjavíkur 17. júní fyrir að skemmta landsmönnum meðan á sam­komu­bann­inu stóð með kvöld­vökunum. Hlaut hann fálkaorðuna sama dag fyrir fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar og leiklistar.

Helgi hafði áður staðfest að möguleiki væri á slíkum þáttum í viðtali við Síðdegisþáttinn með Loga Bergmann og Sigga Gunnars á K100.

Þeir kreistu það upp úr mér en ég held ég megi bara staðfesta það að það verður sería í haust sem byrjar í október sem heitir „Það er kominn Helgi“,“ sagði tónlistarmaðurinn í viðtalinu við Ísland vaknar.

Kvaðst Helgi þó aðspurður ekki ætla að leggja heimili sitt undir seríuna og sagði að unnið væri að því að finna góðan tökustað. 

Hlustaðu á allt viðtalið við Helga í spilaranum hér að neðan.mbl.is

#taktubetrimyndir