Sinnir hlutverki móður í hinsegin hjónavígslum

Sara Cunningham býr í Oklahoma og hefur undanfarin ár gift …
Sara Cunningham býr í Oklahoma og hefur undanfarin ár gift heilmikið af LGBTQ pörum en hún bauð sig fram til að sinna hlutverki móður í brúðkaupum þar sem mæður hafa neitað að mæta vegna kynhneigðar barna sinna. Samsett ljósmynd: Facebook.com/sara.cunningham / Unsplash.942

Júní er „pride“-mánuður í Bretlandi, Bandaríkjunum og fleiri löndum þar sem saga LGBTQ er heiðruð og fjölbreytileikanum fagnað. Þrátt fyrir að það sé 2020 virðast ekki allir vera með á nótunum og enn eru dæmi um að fjölskyldumeðlimir og vinir samþykki ekki fólkið sitt.

Ég rakst á mjög fallega frétt um móður sem deildi stuðningi sínum og mynd af sér að halda upp annarri hendi eins og hún væri að bjóða sig fram. Móðirin heitir Sara Cunningham og á son sem kom út úr skápnum sem samkynhneigður. Hún skrifaði undir myndina sem hún deildi að ef einhver tilheyrði LGBTQ og þyrfti móður til þess að mæta í brúðkaupið sitt sökum þess að líffræðilega móðirin vildi ekki mæta mætti endilega hringja í sig. Hún myndi mæta, vera þeirra stærsti aðdáandi og meira að segja koma með kampavínið.

Sara er prestur og sagðist í fyrstu hafa upplifað togstreitu við úreltar pælingar þegar sonur hennar kom út. Síðan þá hefði hún upplýst sig og frætt og viti nú betur og sé því að berjast fyrir réttindabaráttunni þar sem hún veit hvað afl hræðslu og fáfræði getur leitt af sér. Hún býr í Oklahoma og hefur undanfarin ár gift mörg LGBTQ-pör. Facebookfærslunni hennar hefur verið deilt oftar en 9.000 sinnum og hafa margar aðrar mæður tekið undir þetta og boðið sig fram.

Hún sagðist hafa heyrt af foreldrum sem neituðu að mæta í brúðkaup barna sinna og jafnvel ekki viðurkennt sambönd þeirra og það hefði hvatt sig til þess að senda þetta út. Það væri mikilvægt að dreifa jákvæðni, ást og von út í heiminn og við þyrftum öll að vera til staðar hvert fyrir annað. Ástin sigrar allt!

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is