Sjö ára lestrarhestur leiðir börn í heim ævintýranna

Bryan hefur yndi af því að lesa of fannst sorglegt …
Bryan hefur yndi af því að lesa of fannst sorglegt að vita til þess að krakkar væru að missa af sögustund í skólanum vegna úrbreiðslu kórónuveirunnar. Facebook/Bryan's Book Corner

Hinn sjö ára gamli Bryan Rumfelt, búsettur í Brooklyn, hefur undanfarið haft ánægju af því að lesa bækur fyrir krakka sem missa af sögustund í skóla sínum. Skólar í Bandaríkjunum hafa nú verið lokaðir lengi og þótti Bryan sorglegt að hugsa til þess að svo margir krakkar misstu af upplestri á skemmtilegum sögum. Greint er frá þessu á fréttavef Yahoo.

Bryan elskar að lesa og deilir uppáhaldssögum sínum með öllum þeim sem vilja heyra. Hann fékk hugmyndina frá ömmu sinni sem hjálpaði honum að búa til facebookhóp sem heitir Bryan's Book Corner eða Bókahorn Bryans. Þar deila þau myndböndum af Bryan að lesa fyrir hlustendur.

Nú eru yfir 1200 meðlimir í facebookhópnum og eflaust margir sem gleðjast yfir því að geta fengið góða sögustund í gegnum veraldarvefinn. Fallegt og skemmtilegt framtak og alltaf gaman að geta gleymt sér í bókunum og farið í heim ævintýranna.

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is