12 ára stúlka slær í gegn með englarödd

Skjáskot af YouTube

12 ára áströlsk stúlka, Annie Jones, sló heldur betur í gegn í hæfileikakeppninni America's Got Talent á dögunum er hún flutti stórsmellinn „Dance Monkey“ með Tones and I í gullfallegri útgáfu í þáttunum.

Jones bókstaflega eignaði sér sviðið allt með danssporum sínum og magnaðri söngrödd og fékk alla áhorfendur jafnt sem dómara með sér við flutninginn.

Sjáðu stórkostlegan flutning Annie Jones í spilaranum hér að neðan.mbl.is