Var svo brugðið að hún flúði úr sæti sínu

Atriði Chef Boy Bonez vakti heldur betur athygli og óhug í hæfileikakeppninni America's Got Talent á dögunum en Sofia Vergara, sem var gestadómari í þættinum, var svo brugðið yfir atriðinu að hún flúði úr sæti sínu og í áhorfendastúkuna.

Er Chef Boy Bonez þeim hæfileikum gæddum að hann getur látið augun á sér bunga út úr augntóftunum og notaði þann hæfileika til að krydda upp á rappatriði sitt.

Vergara var fljót að láta skoðun sína í ljós á atriðinu og ýtti snemma á rauða hnappinn til að hafna honum. „Ég hef aldrei séð neitt eins hryllilegt,“ sagði hún eftir atriðið.

Dómararnir höfðu þó mismunandi skoðanir á keppandanum og atriðinu sem að lokum fékk að halda áfram í keppninni og uppskar sú ákvörðun mikil fagnaðarlæti.

Atriði Chef Boy Bonez má sjá í spilaranum hér að neðan.

mbl.is