Fengu krúttlega gesti á safnið

Bubbles, Maggie og Berkley, mörgæsir sem fengu að njóta Nelson-Atkins …
Bubbles, Maggie og Berkley, mörgæsir sem fengu að njóta Nelson-Atkins listasafnsins í Bandaríkjunum á dögunum, virðast vera miklir menningarunnendur. Skjáskot af YouTube

Það er fátt sem mér finnst jafn skemmtilegt og að gera mér ferð á fallegt safn. Stórar byggingar safnsins og magnþrungin listaverkin bjóða upp á stórkostlega upplifun þar sem allt gleymist stundarkorn. Það er líka svo skemmtilegt að gera sér dagamun og menningardagar eru alltaf góð hugmynd.

Bubbles, Maggie og Berkley virtust njóta sín vel á safninu.
Bubbles, Maggie og Berkley virtust njóta sín vel á safninu. Skjáskot af YouTube

Ég rakst á dögunum á ótrúlega skemmtilega frétt frá The Nelson-Atkins Museum of Art sem er listasafn í Kansans City í Bandaríkjunum. Söfnin úti hafa verið lokuð undanfarna mánuði sökum COVID-19 og því hefur lítið verið um að vera og fáir fengið að njóta listaverkanna. Hins vegar fékk safnið þrjá heldur óvanalega gesti til sín í maímánuði. Það voru mörgæsirnar Bubbles, Maggie og Berkley frá dýragarðinum í borginni og fengu þær að njóta menningarinnar sem virtist gleðja þær.

Safnastjórinn sagði að þær hefðu vissulega haft sínar skoðanir á verkunum þar sem þær virtust bregðast betur við listaverkum eftir Caravaggio en Monet. Þó mörgæsirnar geti ekki tjáð sig á mannamáli er talið að þær hafi notið þessarar heimsóknar og eru greinilega miklir menningarunnendur.

Svo sætt og skemmtilegt!

 Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir