„Er ekki háður einum né neinum“

„Þetta leggst rosalega vel í mig af því að þetta …
„Þetta leggst rosalega vel í mig af því að þetta er algjörlega á mínum forsendum núna. Lag og texti eftir mig. Ég er ekki háður einum né neinum í einhverju formi eða samningum. Að því leytinu til er þetta mjög gott,“ sagði Kalli Bjarni sem var að gefa út glænýja lagið Faces. mbl.is/Árni Sæberg

Tónlistarmaðurinn og Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson eða Kalli Bjarni hefur lítið látið í sér heyra á síðustu árum en hann gefur í dag út glænýjan smell, lagið Faces. Hann ræddi við Síðdegisþáttinn á dögunum um nýja lagið, lífið og tilveruna en hann segist vera farinn að vinna á fullu aftur í tónlistinni.

„Þetta er búið að standa til í gegnum árin. Ég hef tekið upp helling af efni en loksins er ég farin að gera eitthvað með það,“ sagði Kalli Bjarni í þættinum. „Þetta leggst rosalega vel í mig af því að þetta er algjörlega á mínum forsendum núna. Lag og texti eftir mig. Ég er ekki háður einum né neinum í einhverju formi eða samningum. Að því leytinu til er þetta mjög gott,“ sagði hann.

Slaufaði öllu til að sitja með nágrannanum

Segir hann að nýja lagið hafi „komið til hans“ þegar hann búsettur úti í Noregi þar sem hann bjó í sama íbúðahúsnæði og hjón um nírætt.

„Svo hitti ég kallinn úti í búð á milli jóla og nýárs og hann var rosalega langt niðri. Þá hafði hann misst konuna sína. Þannig að ég slaufaði því sem ég var að gera og sat með kallinum eina nótt. Við tókum eina koníak og fórum yfir þetta allt saman, svo vaknaði ég bara með þetta lag í huganum um morguninn,“ sagði Kalli.

Lagið Faces er væntanlegt á YouTube og Spotify.

Hlustaðu á viðtalið við Kalla Bjarna í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is