Borlistaverk slá í gegn

Skjáskot af Instagram @johnnyq___

Það er alltaf áhugavert og skemmtilegt að sjá óhefðbundna listsköpun mynda eitthvað grípandi og fallegt. Listamaðurinn Johnny Q frá Bandaríkjunum er einn af þeim sem fara öðruvísi leiðir að því að skapa list, en hann notast við borvél við gerð abstraktlistaverka. Hann blandar gjarnan dökkri málningu við skærari liti og hefur vakið mikla athygli á samfélagsforritunum Instagram og TikTok.

Skjáskot úr myndskeiði

Johnny Q segir þetta hafa byrjað sem áhugamál sem hann deildi með fylgjendum sínum þar sem hann vildi hafa sköpunargleðina ríkjandi í lífi sínu á meðan sóttkví var í hámarki sökum Covid-19.

View this post on Instagram

A post shared by Johnny Q (@johnnyq___) on May 31, 2020 at 7:26pm PDT

Hægt og rólega hafi þetta orðið að atvinnu hjá honum þar sem hann er farinn að selja verk á fullu síðastliðna mánuði. Það er skemmtilegt að fylgjast með aðferðafræði hans og hann notast gjarnan við skemmtilega tónlist undir í myndböndum sínum þar sem hann fer yfir ferlið hvernig listaverk eftir hann verður til. Hann er kominn með yfir 131 þúsund fylgjendur á TikTok og fer fylgjendahópurinn stígvaxandi.

Það er magnað að sjá áhugamál verða að atvinnu og tækifærin geta verið ótakmörkuð í þessu lífi. Lifi litagleðin og listin!

 Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is