Fræðir Sigga um sumarborgina

Reykvíkingurinn Logi Bergmann ætlar að fræða Sigga Gunnars og hlustendum …
Reykvíkingurinn Logi Bergmann ætlar að fræða Sigga Gunnars og hlustendum sitthvað um sumarborgina Reykjavík en öll útsending K100 verður frá miðbænum á morgun. Samsett ljósmynd: K100 mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Stjórnendur útvarpsþáttanna Ísland vaknar og Síðdegisþáttarins ætla að gerast ferðamenn í eigin landi og ferðast um landið með hlustendum í sumar, en næsti áfangastaður K100 er sjálf höfuðborgin, Reykjavík.

Reykjavík er einstaklega falleg borg.
Reykjavík er einstaklega falleg borg. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Dagskrá K100 föstudaginn 26. júní verður öll úr útsendingarhjólhýsi K100 á Lækjartorgi en þangað munu koma ýmsir góðir gestir úr borginni.

Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Jón Axel innanborðs, hefst stundvíslega klukkan sex að morgni. Fréttirnar verða á sínum stað og Siggi Gunnars og Logi Bergmann í Síðdegisþættinum munu skoða hvað gerir Reykjavík að áhugaverðum stað og eftirsóknarverðum til að heimsækja, starfa á og búa á.

Jón Axel, Kristín Sif og Ásgeir Páll vakna með landsmönnum …
Jón Axel, Kristín Sif og Ásgeir Páll vakna með landsmönnum í morgunþættinum Ísland vaknar sem verður sendur frá Lækjartorgi.

Ýmislegt verður um að vera í borginni í sumar og er því von á líflegri og skemmtilegri umræðu í útvarpinu. Meðal annars verður Hönnunarmars í gangi um helgina en viðburðinum, sem átti að fara fram í mars, var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Logi Bergmann, annar stjórnenda Síðdegisþáttarins, er bæði fæddur og uppalinn í Reykjavík, en hann hlakkar til að fá góða gesti í hjólhýsið úr borginni.

Ætlar að fræða Sigga

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu enda mikill Reykvíkingur. Hef reyndar aldrei búið annars staðar. Ég fæddist á Tjarnargötunni og hef lengst af verið í Vesturbænum og Bústaðahverfinu,“ segir Logi í samtali við K100.is. 

„Það er líka mitt hlutverk að fræða Sigga litla, sem er náttúrlega úr sveit, um hvað borgin er frábær og margt hægt að gera,“ bætir hann við kíminn.

mbl.is

#taktubetrimyndir