Fór með kattamat í nesti í skólann

Emily er að sögn móður hennar heltekin af köttum en …
Emily er að sögn móður hennar heltekin af köttum en hún ætlar að verða kattakona þegar hún verður stór og eiga 50 ketti. Samsett ljósmynd: Kidspot/Unsplash

Melissa Anne, móðir Emily, segist ekki hafa vitað hvort hún átti að hlæja eða gráta eftir að hún komst að því að dóttir hennar hafði farið með kattamat í nesti í skólann. Fékk hún miða með stelpunni eftir skóla þar sem kennari hennar lét vita af undarlegu innihaldi nestisboxins.

„Ég vissi ekki hvort ég átti að gráta, hlæja eða hrista höfuðið vantrúuð,“ sagði Melissa Anne í samtali við Kidspot en hún segir dóttur sína vera „heltekna af köttum“ en fjölskyldan á að sögn þrjá slíka.

Ætlar að verða kattakona með 50 ketti

„Ég vil hvetja börnin til að útbúa eigið nesti stundum en augljóslega gekk hún aðeins of langt með sitt,“ sagði móðirin.

„Markmið hennar í lífinu er að eignast 50 ketti en hún segir orðrétt: „Ég ætla að verða kattakona þegar ég verð stór.“ Við útbjuggum manna-nesti með kattaþema fyrir hádegismatinn á morgun og ég mun láta kennarann vita að ég hafi útbúið nestið og að hún hafi að þessu sinni ekki rænt mat úr matardalli aumingja Minty,“ sagði Melissa Anne.

mbl.is