Koma til landsins „þótt þeir þurfi að synda“

Eggert Skúlason segir gríðarlega eftirsóknarvert fyrir veiðimenn að komast til …
Eggert Skúlason segir gríðarlega eftirsóknarvert fyrir veiðimenn að komast til landsins til að veiða en opnun landamæra Íslands fyrir ferðamönnum hefur að hans sögn breytt stöðunni. mbl.is/Golli

Fjölmiðlamaðurinn og veiðisérfræðingurinn Eggert Skúlason ræddi um veiðisumarið við Ísland vaknar í vikunni en hann sagði meðal annars að Ísland væri komið á nýjan stall hjá erlendum veiðimönnum í ár vegna opnunar landamæra en býst þó við meira „veiðimannaleysi“ í ár en fyrri ár.

Sagði hann aðspurður að verðið á veiði gæti lækkað á einhverjum stöðum en bjóst ekki við því alls staðar.

Tilbúnir að borga 1.000 punda sekt

„Nú eftir að landamærin opnuðu þá breytist staðan svolítið. Ég veit um marga breska veiðimenn og frá Spáni sem koma þótt þeir þurfi að synda. Þeir þurfa að fara í 14 daga sóttkví til að mynda í Bretlandi og þeir segja bara: „Það er 1.000 punda sekt. Við bara borgum það og sleppum sóttkví.“ Ég veit ekki hvernig það virkar þarna úti,“ sagði Eggert í þættinum.

Sagði hann gríðarlega eftirsóknarvert að koma til Íslands til að veiða.

„Þessir atburðir í heiminum eins og þeir hafa þróast gera það að verkum að Ísland er komið á enn hærri stall. Rússland til dæmis er lokað í allt sumar,“ sagði hann. „Noregur hefur verið meira og minna, þar til núna, lokaður en við virðumst vera þau einu sem eru í gangi.“

Hlustaðu á allt viðtalið við Eggert í morgunþættinum Ísland vaknar í spilaranum hér að neðan.

mbl.is