Leitar að manni fyrir mömmu sína

Iddi Biddi auglýsti eftir manni fyrir móður sína í Ísland …
Iddi Biddi auglýsti eftir manni fyrir móður sína í Ísland vaknar í morgun en Eygló, sem meðal annars er þekkt fyrir að fara í búninga fyrir barnabörnin sín, á sjötugsafmæli á laugardag. Segir Iddi Biddi að öllum landsmönnum sé boðið í afmælið. Ljósmyndir/Aðsendar

Uppistandarinn og Borgnesingurinn Ingi Björn Róbertsson, eða Iddi Biddi, fór að vana á kostum í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í morgun en þar flytur hann jafnan tvær langar og eina stutta [fals]frétt af landsbyggðinni.

Að þessu sinni kom hann með nýjan vinkil á síðasta dagskrárliðinn og sagðist vilja vera með stefnumótahorn fyrir mömmu sína, Eygló Lind Egilsdóttur, sem er meðal annars þekkt fyrir að klæða sig upp í fjölbreytta búninga fyrir barnabörnin sín sem þurftu að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldurs.

„Aðstandendur konu á besta aldri leita að góðum manni fyrir hana. Hún er sjö barna móðir og lítur þokkalega vel úr miðað við aldur og fyrri störf. Áhugamál eru útivist, golf og að setja í þvottavél. Hún hrýtur sem er galli og kann ekki neitt í sambandi við hannyrðir eða að prjóna og svo fær hún óskiljanleg hlátursköst við minnstu tilefni.

Annars er hún vel með farin kona. Hún er að verða 70 ára núna á laugardaginn,“ sagði Iddi Biddi og bætti við að konan, sem væri móðir hans, ætti að vera landsmönnum kunn enda hafi hún komið fram í þáttunum margra barna mæður og gengi undir nafninu „amman í glugganum“.

Eygló hefur farið í ýmsum búningum til barnabarna sinna en …
Eygló hefur farið í ýmsum búningum til barnabarna sinna en hún tók upp á þessu til að létta börnunum lundina í sóttkví. Ljósmynd/Aðsend

„Hún á afmæli á laugardaginn og það er öllum landsmönnum boðið í afmælið,“ sagði Iddi Biddi og hvatti jafnframt alla sem væru að hlusta til að adda henni á Facebook og hringja í hana.

Hlustaðu á Idda Bidda í Ísland vaknar í spilaranum hér að neðan.mbl.is