Internetið bregst við PlayStation 5

Netverjar keppast við að gera grín af nýju útliti væntanlegrar …
Netverjar keppast við að gera grín af nýju útliti væntanlegrar PlayStation 5 leikjatölvu Sony sem kynnt var í gær. Samsett ljósmynd: Sony/Skjáskot af Twitter

Nýjasta leikjatölvan frá Sony, PlayStation 5, var loks kynnt í gær og var þá útlit hennar afhjúpað en tölvan er væntanleg á markað seint á árinu. 

Sony streymdi kynningu á tölvunni í beinni útsendingu í gær og var þar staðfest að tvær útgáfur verði gerðar af tölvunni sem verður bæði seld í „hefðbundinni“ útgáfu (e. Standard PlayStation 5) og „stafrænni“ útgáfu (e. PlayStation 5 Digital Edition) sem mun ekki vera með diskalesara. Útlitskynninguna má sjá neðar í fréttinni.

Er útlit tölvunnar talið vera nokkuð óvenjulegt miðað við útlit eldri gerða af tölvunni og voru netverjar ekki lengi að bregðast við breytingunni og gera grín af henni. Er útliti tölvunnar meðal annars líkt við ýmis heimilistæki og við aðal-illmennið í Hringadróttinssögu.

Hér eru nokkur stórskemmtileg viðbrögð fólks við útliti tölvunnar af Twitter og Reddit.

Kynningu Sony á PlayStation 5 má sjá í spilaranum hér að neðan.

mbl.is