Hlakka til að heimsækja „fallegustu sveitina“

Hjólhýsi K100 verður í beinni frá Ólafsvík í Snæfellsbæ á …
Hjólhýsi K100 verður í beinni frá Ólafsvík í Snæfellsbæ á morgun með Sigga Gunnars, Loga Bergmann, Jóni Axel, Ásgeiri Páli og Kristínu Sif innanborðs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast landinu betur í sumar og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands. Á föstudaginn verður öll dagskráin í beinni frá Snæfellsbæ. Stjórnendur útvarpsþáttanna Ísland vaknar og Síðdegisþáttarins ætla að gerast ferðamenn í eigin landi og ferðast um landið með hlustendum í sumar en næsti áfangastaður K100 er Snæfellsbær.

Í beinni frá Ólafsvík

Bærinn Ólafsvík er stærsti þéttbýliskjarninn í Snæfellsbæ en þaðan verður …
Bærinn Ólafsvík er stærsti þéttbýliskjarninn í Snæfellsbæ en þaðan verður öll útsending K100 á morgun.

Dagskrá K100 á morgun, föstudaginn 12. júní, verður öll úr hjólhýsi sem verður staðsett á Ólafsvík en þangað munu koma ýmsir góðir gestir af svæðinu.

Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Jón Axel, Kristínu Sif og Snæfellinginn Ásgeir Pál innanborðs, hefst stundvíslega klukkan sex að morgni. Fréttirnar verða á sínum stað og verður sérstaklega fjallað um það helsta sem er að gerast á svæðinu og Síðdegisþátturinn með þeim Loga Bergmann og Sigga Gunnars mun skoða hvað gerir Snæfellsbæ að áhugaverðum stað og eftirsóknarverðum til að heimsækja, starfa á og búa á.

Snæfellingurinn Ásgeir Páll hlakka til að heimsækja heimaslóðirnar.
Snæfellingurinn Ásgeir Páll hlakka til að heimsækja heimaslóðirnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki til fallegri sveit

„Það er mikil tilhlökkun í okkur að fara á Snæfellsnesið. Ég á sjálfur ættir að rekja þangað og hlakka til að sýna starfsfólki K100 heimahagana. Ég fer vestur eins oft og ég get til að hlaða batteríin enda er það mín skoðun að fallegri sveit sé ekki til,“ sagði Ásgeir Páll í samtali við K100.is og Morgunblaðið.

„Við fáum til okkar skemmtilega viðmælendur í hjólhýsið og í raun er erfitt að velja úr þeim aragrúa fólks frá svæðinu sem hefur frá mörgu áhugaverðu að segja. Það er því ljóst að engum ætti að leiðast að hlusta á útsendinguna okkar frá Snæfellsbæ á morgun,“ sagði hann.

Umsjónarmenn Ísland vaknar, Jón Axel, Ásgeir Páll og Kristín Sif …
Umsjónarmenn Ísland vaknar, Jón Axel, Ásgeir Páll og Kristín Sif munu vakna á Snæfellsnesi á morgun.
mbl.is

#taktubetrimyndir