Stúlka upplifir rigningu í fyrsta skipti

Litla stúlkan ræður sér varla fyrir kæti þegar hún upplifir …
Litla stúlkan ræður sér varla fyrir kæti þegar hún upplifir rigningu í fyrsta skipti. Skjáskot af Youtube

Það er alltaf spennandi að upplifa eitthvað í fyrsta skipti og stundum hef ég velt því fyrir mér hvað það væri gaman að fá að upplifa hluti í fyrsta skipti upp á nýtt, til þess að sjá hvað þeir geta verið magnaðir. Ég rakst á svo ótrúlega sætt myndband af kornungri stúlku þar sem hún sér rigningu í fyrsta skipti á ævi sinni.

Stúlkan var yfir sig hrifin, skríkti af hrifningu og brosti allan hringinn. Hugsið ykkur hvað það er dásamlegt að eitthvað sem pirrar mann stundum eins og rigningin geti veitt svona mikla gleði. Ætli þetta snúist ekki allt um hugarfarið og hvernig maður ákveður að líta á hlutina! Ég ætla að minnsta kosti að leggja mig fram við að sjá hlutina í dag eins og ég sé að upplifa þá í fyrsta skipti og athuga um leið hvort ég sjái ekki eitthvað nýtt og magnað við þá!

Sjón er sögu ríkari, en hér er krúttlegasta myndband dagsins:

Annars óska ég ykkur alls hins besta út í daginn. Það er alltaf hægt að sjá ljósar hliðar og það að upplýsa sig um mikilvæg málefni færir svo sannarlega jákvæða breytingu yfir heiminn. Farið vel með ykkur, upplýsið ykkur, hugsið hlýtt til ykkar og annarra og leyfið ykkur að skína skært.

 Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is