Jesús Corona með fyrsta markið eftir faraldurinn

Leikmaður Famalicao, Ruben Lameiras, reynir að ná boltanum af Jesus …
Leikmaður Famalicao, Ruben Lameiras, reynir að ná boltanum af Jesus Corona í leik liðanna á miðvikudag en Famalicao bar sigur úr býtum að lokum með 2-1. AFP

Samfélagsmiðlar loguðu eftir að leikmaðurinn Jesús Corona skoraði fyrsta markið fyrir knattspyrnuliðið Porto í fyrradag eftir að portúgalska úrvalsdeildin fór aftur af stað eftir þriggja mánaða langt hlé vegna kórónuveirufaraldurs.

Það má segja að það hafi þótt nokkuð skemmtileg tilviljun að leikmaður með eftirnafnið „Corona“ hafi skorað fyrsta mark liðsins eftir hléið og bentu einhverjir á að tilviljunin væri efni í undarlegt kvikmyndahandrit.

Þrátt fyrir að Porto hafi fengið óvenju mikla athygli á samfélagasmiðlum í kjölfar marksins, var markið ekki nóg til að tryggja sigur liðsins því Famalicao, sem hafði komist yfir Porto við upphaf síðari hálfleiks, skoraði annað mark skömmu eftir mark Corona og sigraði því með 2:1.


mbl.is