Hollywood-leikstjórar standa með Boyega

„Ég er að tala til ykk­ar frá hjarta mínu. Ég …
„Ég er að tala til ykk­ar frá hjarta mínu. Ég veit ekki hvort ég muni eiga starfs­fer­il eft­ir þetta en skítt með það,“ sagði Boyega í tilfinningaþrunginni ræðu á mótmælum í Hyde Park í London í fyrradag en ræðunni hef­ur verið dreift víða á Twitter. Ljósmynd: David Parry/Shutterstock

Nokkrir af helstu leikstjórum Hollywood á við Jordan Peele, Edgar Wright og Guillermo del Toro hafa staðið upp fyrir John Boyega á samfélagsmiðlum eftir tilfinningaþrungna ræðu Star Wars-Stjörnunnar á mótmælum gegn kynþáttahatri í vikunni.

Þar sagði Boyega að ræða hans gæti haft áhrif á möguleika hans til fá starf sem leikari. Hafa margir leikstjóranna sagst glaðir vilja bjóða Boyega hlutverk. Greint er frá þessu á vef IndieWire.

„Ég myndi skríða í gegnum hólf fullt af brotnu gleri til að fá John Boyega til þess að rétt svo líta á handrit hjá mér,“ sagði Charlie Brooker, maðurinn á bakvið Netflix-þættina vinsælu „Black Mirror,“ á Twitter-síðu sinni. Óskarsverðlauna-leikstjórarnir Guillermo del Toro og Jordan Peele  sögðust standa þétt við bakið á Boyega á samfélagsmiðlinum og Edgar Wright sagðist þegar hafa fengið þann heiður starfa með Boyega og að hann myndi gera það aftur á einu augnabliki.

Fjöldi annarra leikstjóra hafa ítrekað stuðning sinn á leikaranum á Twitter.

mbl.is