„Þetta er hræðilegt áfall en við ætlum að vera bjartsýn“

„Það er rosalega erfitt að hafa þetta fyrir augunum alla …
„Það er rosalega erfitt að hafa þetta fyrir augunum alla daga. En við erum bara heppin. Það dó enginn og slasaðist enginn,“ sagði Hríseyingurinn Linda María um brunann í frystihúsinu í Hrísey. mbl.is/Ellert

„Það er rosalega erfitt að hafa þetta fyrir augunum alla daga. En við erum bara heppin. Það dó enginn og slasaðist enginn,“ sagði Hríseyingurinn Linda María Ásgeirsdóttir spurð út í það hvernig íbúar eyjunnar hefðu komið undan brunanum sem átti sér stað í frystihúsinu, einum stærsta vinnustað Hríseyjar síðastliðinn föstudag. Hún ræddi við Síðdegisþáttinn á K100 í gær um ástandið í Hrísey og framtíðarhorfur ferðamennsku á eyjunni í sumar. 

„Þetta er hræðilegt áfall en við ætlum bara að vera …
„Þetta er hræðilegt áfall en við ætlum bara að vera bjartsýn. Við erum ekki búin að stinga hausnum í sandinn,“ sagði Linda María í þættinum en hún rekur veitingahúsið Verbúðina 66 á eyjunni. mbl.is/Úr safni

„Þetta er hræðilegt áfall en við ætlum að vera bjartsýn. Við erum ekki búin að stinga hausnum í sandinn,“ sagði Linda María í þættinum en hún rekur veitingahúsið Verbúðina 66 á eyjunni og kveðst trúa því að sumarið verði gott.

„Síðasta helgi var algjör bomba. Það var frábært að gera. Það er rosalega gott að fá svona gott „start“ inn í sumarið. Það eru náttúrulega allir að keppa um sama fólkið núna, þannig að við erum svolítið á hjara veraldar og vorum ekki alveg viss,“ sagði hún og bætti við: „Ég held að þetta verði bara gott sumar. Fólk sé bara að fara vítt og breytt um landið og kannski á staði sem það hefur aldrei komið á áður.“ 

Hlustaðu á allt viðtalið við Lindu í spilaranum hér að neðan. 

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist
TAKK (31.7.2020) — 00:02:25
Verslunarmannahelgarkynlífið með Kristínu Þórs (31.7.2020) — 00:05:12
Bergmál band (31.7.2020) — 00:07:57
Lagakeppnin á Verslunarmannahelgi (31.7.2020) — 00:04:59