Stefnan er tekin á blómabæinn

Siggi og Logi verða á sínum stað í hjólhýsinu í …
Siggi og Logi verða á sínum stað í hjólhýsinu í Hveragerði síðdegis á morgun. Samsett ljósmynd: mbl.is/K100 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnendur Ísland vaknar og Síðdegisþáttarins ætla að gerast ferðamenn í eigin landi og ferðast með hlustendum í sumar en næsti áfangastaður K100 er Hveragerði.

Dagskrá K100 á morgun verður öll úr hjólhýsi sem staðsett verður í bænum sem stundum er kallað blómabærinn og munu þangað koma ýmsir góðir gestir af svæðinu.

Umsjónarmenn Ísland vaknar, Jón Axel, Ásgeir Páll og Kristín Sif …
Umsjónarmenn Ísland vaknar, Jón Axel, Ásgeir Páll og Kristín Sif verða með útsendingu frá Hveragerði á morgun.

Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Ásgeir Pál, Jón Axel og Kristínu Sif innanborðs, hefst stundvíslega kl. sex að morgni. Auðun Georg miðlar fréttum frá því helsta sem er að gerast á svæðinu og Síðdegisþátturinn með þeim Loga Bergmann og Sigga Gunnars mun fjalla um það hvað gerir Hveragerði að áhugaverðum stað til að heimsækja, starfa og búa á.

Siggi Gunnars hlakkar til að hækka í gleðinni frá Hveragerði.
Siggi Gunnars hlakkar til að hækka í gleðinni frá Hveragerði.

Þurluþjónustan Helo mun bjóða upp á sérstakt tilboð á útsýniflugi í einni af glæsilegustu þyrlum landsins, Bell 407 lúxusþyrlu. Flogið verður frá Hamarshöllinni frá klukkan 13:00 til 20:00 og verður hægt að njóta útsýnising yfir Hveragerði og nágrenni í þyrlunni fyrir aðins 10.000 kr. 

„Við hlökkum til að skella útsendingar-hjólhýsinu okkar á kúluna og halda af stað. Við ætlum að kynnast skemmtilegu fólki sem er að gera spennandi hluti í ferðaþjónustu,“ sagði Siggi Gunnars í viðtali við K100.is á dögunum, spurður út í verkefnið.

Hverasvæðið við Hveragerði er lifandi og síbreytilegt.
Hverasvæðið við Hveragerði er lifandi og síbreytilegt. mbl.is/Úlfur Óskarsson

Segja má að Hveragerði kúri í faðmi fjalla en svæðið, sem hefur lengi verið helsti viðkomustaður ferðamanna á landsbyggðinni, býður meðal annars upp á óvenjulega fjölbreyttar gönguleiðir og gullfallegt hverasvæði.

mbl.is

#taktubetrimyndir