Óvanalegt fyrir Íslendinga að djamma svona snemma

Fyrsta „djammhelgin“ eftir samkomubann gekk vel að sögn Jónas Óla …
Fyrsta „djammhelgin“ eftir samkomubann gekk vel að sögn Jónas Óla Jónassonar, plötusnúðs og meðeiganda skemmtistaðarins B5 en Íslendingar byrjuu djammið mun fyrr en venjulega. Ljósmynd samsett: mbl.is/Kristinn Magnússon/ Ernir Eyjólfsson

Jónas Óli Jónasson, plötusnúður og meðeigandi skemmtistaðarins B5, sagði að djammið um helgina á skemmtistaðnum hafi verið skemmtilega öðruvísi enda fyrsta „djammhelgin“ eftir að skemmtistaðir fengu leyfi til að opna 25. maí eftir að hafa verið lokaðir í um tvo mánuði.

Staðirnir fá þó aðeins að vera opnir til 11:00, sem setti að sögn strik í reikninginn og gerði það að verkum að Íslendingar, sem þekktir eru fyrir að byrja seint að skemmta sér og vera lengi fram eftir, þurftu að breyta til og fór B5 að fyllast strax upp úr átta á laugardaginn var. 

„Það er óvanalegt miðað við Íslendinga að mæta svona snemma á djammið. En eins og aðstæður eru í dag, er í rauninni ekkert annað hægt að gera,“ sagði Jónas Óli í samtali við Síðdegisþáttinn eftir helgi. 

„Þetta er skrítið að því leytinu til að venjulega er fólk kannski að koma í bæinn klukkan 12 eða 1 eftir miðnætti en núna er fólk aðeins að breyta sínum venjum og mæta fyrr. Það sem gerðist á laugardaginn var að [það var] eins og það væri einhver uppsöfnuð eftirspurn eftir því að hitta fólk þannig að fólk lét sig hafa það að mæta fyrr á djammið,“ sagði hann. 

„Það var mætt þarna upp úr átta og upp úr níu á laugardaginn var staðurinn orðinn vel fullur, komin röð og fólk komið með flöskuborð. Svo lokaði staðurinn bara klukkan 11 sem var bara leiðinlegt,“ sagði Jónas sem viðurkenndi að það hafi verið dálítið erfitt að koma fólki út þegar staðurinn átti að loka. Sagðist hann hafa fengið á tilfinninguna að fólk hafi flest leitað eftir öðrum stöðum til að fara á eftir lokun, eins og í eftirpartí.

„Það er spurning hvaða tilgangi það þjónar að vera bara með opið til 11 og fólk fer svo bara að hópast einhvers staðar annars staðar klukkan 11,“ sagði hann.

Jónas sagðist aðspurður velta því fyrir sér hvort reglurnar gætu haft áhrif á það að breyting verði á venjur Íslendinga í framhaldi varðandi það hversu snemma og hversu lengi þeir skemmti sér.

„Það má alveg setja stórt spurningamerki við það hvort það sé kominn tími að breyta þessum venjum með reglum. Eins og í Berlín og annars staðar. Það er kannski þjóðfélag sem þekkir það að djamma öðruvísi, þekkir það að fara fyrr út á daginn og þurfa ekki snúa við sólarhringnum bara til þess að geta kíkt út og hitt vinina,“ sagði hann og bætti við að hann, sem plötusnúður, hefði ekkert á móti því að þurfa ekki að snúa sólarhringnum við í hvert sinn sem hann væriað skemmta fólki.

 Hlustaðu á allt viðtalið við Jónas í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist