Auktu vellíðan með því að skipuleggja ferðalag

DJ Dóra Júlía benti á það í ljósa punktinum á …
DJ Dóra Júlía benti á það í ljósa punktinum á K100 í síðustu viku að rannsóknir sýni að það að það að skipuleggja ferðalag geti aukið andlega vellíðan til muna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú er komin mið vika og sennilega margir farnir að velta því fyrir sér hvað sé hægt að gera skemmtilegt um helgina. Það er engum blöðum um það að fletta að plön flestallra fyrir sumarið hafi raskast sökum Covid-ástandsins, en það þýðir ekki að við þurfum að deyja ráðalaus. Nú er tíminn til þess að hafa gaman og ferðast um fallega landið okkar. Sjálf er ég á leiðinni norður til Akureyrar og hlakka ekkert smá mikið til. Ég fann fyrir miklum spenning og mikilli gleði við það að skipuleggja þessa ferð, og rakst svo á skemmtilega frétt sem kemur mér ekkert á óvart.

Rannsóknir sýna nefnilega fram á að það að skipuleggja ferðalag getur aukið andlega vellíðan til muna. Háskólinn í Cornell hefur rannsakað þetta og hefur komist að þeirri niðurstöðu að það að skipuleggja ferð, þó það sé einföld og stutt ferð, geti veitt ferðalöngunum betri tilfinningar hvað varðar félagslega stöðu sína, heilsufar og lífið almennt.

Þó það sé vissulega ekki hægt ferðast heimshorna á milli þá er margt spennandi í boði og ég mæli eindregið með því að þú takir þig til og skipuleggir eitthvað skemmtilegt ferðalag, hvort sem það sé upp í bústað með þínum heittelskaða/þinni heittelskuðu eða í góðra vina hópi, eða lengra ferðalag um landið. Ferðumst létt í lund og látum okkur líða vel!

Æðibitinn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is