7 ára drengur bauð barnfóstrunni á dansleik fyrir tvo

Hinn 7 ára damli Curtis Rodgers tók málin í sínar …
Hinn 7 ára damli Curtis Rodgers tók málin í sínar hendur þegar barnfóstra hans, Rachel, fékk ekki að fala á skóladansleik vegna Covid-19 faraldurs. Hann bauð henni því á sérútbúinn dansleik sérstaklega fyrir hana. Skjáskot af Twitter @bhchapman

Hinn 7 ára gamli Curtis Rodgers, frá Raleigh í Norður Carolinu, hafði ekki hitt barnfóstru sína Rachel í langan tíma vegna Covid-19. Curtis og Rachel eiga einstaklega fallegt vinasamband og kunna að hafa það gaman saman. Ákvað Curtis því að skella í Amerískt „prom“, skóladansleik, fyrir tvo nú á dögunum og bauð henni sem eina gestinum. „Prom“ er bandarísk hefð þar sem ungmenni koma saman klædd í sitt fínasta púss, dansa og hafa gaman.

Rodgers sagðist hafa skipulagt þetta fyrir hana vegna þess að hún saknaði hans líklega heilmikið og vegna þess að hún væri ein besta manneskja sem hann hafði kynnst, og hann vildi því gleðja hana. Mamma hans sagði að hann hafði öllu til tjaldað og hefði verið virkilega spenntur, fór í jakkaföt og vildi vera með slaufu sem passaði við kjól Rachel.

Kvöldið heppnaðist virkilega vel og var greinilega mjög vel skipulagt. Rachel var í skýjunum með þetta allt saman og sagði Curtis hafa boðið henni upp á uppáhaldsmatinn sinn og að allt hefði verið upp á 10. Greinilega einstakur dagur fyrir einstaka barnfóstru, sem mamma Curtis segir vera orðna eins og eina af fjölskyldunni. Virkilega krúttlegt og gaman að geta gert sér glaðan dag og að geta sýnt þeim sem skipta manni máli umhyggju.

Æðibitinn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is