Forréttindi að vera fædd á Íslandi

Það er svo mikilvægt að kunna að staldra við og …
Það er svo mikilvægt að kunna að staldra við og vera þakklátur fyrir þau forréttindi sem maður býr yfir, og hugsa hvað maður getur lagt af mörkum til baka. Ljósmynd/Aðsend

Ég sit hér og skrifa frá Mývatnssveit og hér er dásamlegt að vera. Síðustu fjóra daga hef ég verið á skemmtilegu ferðalagi um norðurlandið og get með sanni sagt að það er algjörlega magnað fyrir sálina að ferðast um fallega og dásamlega landið okkar. Undanfarið hef ég verið svo glöð í hjartanu  að það er næstum því yfirþyrmandi.

Þvílík lífsins gæfa að vera fædd á svona fallegu landi og algjör forréttindi. Það er svo mikilvægt að kunna að staldra við og vera þakklátur fyrir þau forréttindi sem maður býr yfir, og hugsa hvað maður getur lagt af mörkum til baka.

Eitt sem ég hef orðið sérstaklega vör við í þessari ævintýraferð minni er góðmennska fólks. Hvað það breytir ótrúlega miklu að mæta hlýju viðmóti, opnum hug og brosi. Það getur bókstaflega breytt degi manns til hins betra og held ég að þetta sé mikilvægt að tileinka sér. Að brosa bara til þeirra sem maður labbar framhjá, að gefa sig á spjall við fólk sem maður hittir á vegi sínum, svo margir hafa skemmtilegar sögur að segja og það fyllir sálina manns að verða var við þá fjölbreytni sem einstaklingar búa yfir.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig hellar skálar skrifaði Einar Benediktsson og þessi texti er fallegur og mikilvægur. Það að mæta fólki með jákvæðni gerir svo mikið, bæði fyrir eigið sálarlíf og annarra. Er það ekki yndislegt að eitthvað jafn lítið og eitt bros geti gert svona magnaða hluti?

Æðibitinn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is