Auður er hástökkvari vikunnar

Tónlistarmaðurinn Auður er hástökkvari vikunnar en lag hans, Enginn eins …
Tónlistarmaðurinn Auður er hástökkvari vikunnar en lag hans, Enginn eins og þú, stökk aftur upp í topp 10 á listanum, um 25 sæti. Eggert Jóhannesson

Íslendingar virðast ekki vera komnir með nóg af stórsmelli Auðar, Enginn eins og þú, sem hefur haldist á Tónlistanum í merkilega langan tíma en lagið stökk upp um 25 sæti milli vikna og er því hástökkvari vikunnar.

„Það er greinilegt að lagið er viðeigandi fyrir bjartari daga,“ sagði DjJ Dóra Júlía sem kynnti Tónlistann að vana fyrir landsmönnum á K100 í gær. 

Fjölmörg ný lög komu inn á listann í vikunni en meðal annars datt nýtt lag með söngkonunni vinsælu Bríeti, Heyrðu mig, inn á listann, en lag hennar Esjan hreppti einmitt annað sætið á listanum. Nýtt lag Joey Christ, Pílan, er einnig nýtt á listanum og dúettinn Rain on Me með Ariana Grande og Lady Gaga kemur sterkt inn.

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16:00 og 18:00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

  • 1. The Weeknd — Binding Lights
  • 2. Bríet— Esjan 
  • 3. Ingó Veðurguð — Í kvöld er gigg
  • 4.The Weeknd — In Your Eyes
  • 5. Helgi Björnsson — Það bera sig allir vel 
  • 6. Daði og Gagnamagnið — Think About Things
  • 7. Topic ft. A7S — Breaking Me
  • 8. Auður — Enginn eins og þú
  • 9. DaBaby— ROCKSTAR
  • 10. Ariana Grande og Justin Bieber — Stuck with U

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér

mbl.is

#taktubetrimyndir