16 ára Íri með gullfallega ábreiðu af lagi Daða

Útgáfa Kinsella er mun rólegri og einfaldari en upprunalega útgáfa …
Útgáfa Kinsella er mun rólegri og einfaldari en upprunalega útgáfa Daða og Gagnamagnsins en stúlkan spilar sjálf laglínuna á ukulele og syngur með. Samsett ljósmynd: mbl.is/Eggert Skjáskot

Hin 16 ára Hannah Kinsella, írsk söngkona, deildi á dögunum gullfallegri ábreiðu af laginu Think About Things með Daða og Gagnamagninu sem átti að vera framlag okkar Íslendinga í Eurovision. 

Myndbandi af Kinsella að syngja lagið var deilt á Youtube-síðu Dublin City Today, sem einblínir á að koma hæfileikaríku fólki frá Dublin á framfæri, en þegar hafa nokkur þúsund manns horft á myndbandið.

Útgáfa Kinsella er mun rólegri og einfaldari en sú upprunalega en stúlkan spilar sjálf laglínuna á ukulele og syngur með.

Hlustaðu á ábreiðuna í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist