Fyrsti kóalabjarnarungi vorsins er fæddur

Baby Ash er ekkert smá krúttlegur.
Baby Ash er ekkert smá krúttlegur. Skjáskot úr myndskeiði

Heim­ur­inn batn­andi fer og hægt og ró­lega er að birta til en mikil gleðitíðindi voru að berast frá Ástr­al­íu. Fyrsti kóala­björn vors­ins fædd­ist í dýrag­arði fyrir villt dýr í New South Wales nú á dög­un­um, og er hann fyrsti kóalabjörninn til að fæðast frá því að miklir og hræðilegir skógareldar geisuðu um Ástralíu fyrr á árinu. Starfsmaður dýragarðsins sagði litla krúttið vera tákn vonar og endurfæðingar fyrir bjartari tíma.

Var unginn nefndur Baby Ash, sem er táknrænt vegna skógareldsins. Mamma hans heitir Rosie og hefur verið í aðhlynningu hjá dýragarðinum eftir virkilega erfiðan vetur. Segir starfsfólkið hana standa sig með eindæmum vel í móðurhlutverkinu og að Baby Ash sé í virkilega góðum höndum, eða þá frekar í góðum loppum!

Sjón er sögu ríkari en hér sjáiði krúttlegasta myndband vikunnar:

 DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Íslatte.

mbl.is