„Ég hef verið kölluð það allt mitt líf“

Bríet er í skýjunum yfir velgengni lagsins Esjan sem hefur …
Bríet er í skýjunum yfir velgengni lagsins Esjan sem hefur heldur betur slegið í gegn hjá Íslendingum upp á síðkastið en lagið hefur verið ofarlega á Tónlistanum síðustu vikur. Hún gaf nýlega út annað nýtt lag, lagið Heyrðu mig sem var rætt í þaula í Síðdegisþættinum. mbl.is/Hari

„Það var bara geggjað,“ sagði söngkonan Bríet spurð út í það í Síðdegisþættinum á K100 hvernig henni hafi liðið í Covid-ástandinu. „Mér fannst einhvern veginn allt stoppa á svo fallegan hátt. Það voru allir bara að líta inn á við. Horfa aðeins á sólina, fara í göngutúr. Mér fannst þetta aðallega hafa góð áhrif hér á landi alla vega,“ sagði hún.

„Ég er bara í skýjunum“

Sagðist Bríet vera í skýjunum yfir velgengni lagsins Esjan sem hefur heldur betur slegið í gegn hjá Íslendingum upp á síðkastið en lagið hefur verið ofarlega á Tónlistanum síðustu vikur. Hún gaf nýlega út annað nýtt lag, lagið Heyrðu mig sem var rætt í þaula í þættinum.

„Mamma hefur alltaf kallað mig Búbba. Búbbalú,“ útskýrði Bríet. „Ég …
„Mamma hefur alltaf kallað mig Búbba. Búbbalú,“ útskýrði Bríet. „Ég var án djóks að pæla í að kalla mig Búbbalú, af því ég hef verið kölluð það allt mitt líf.“ Skjáskot

Bríet tók þátt í dagskrárliðnum „20 ógeðslega mikilvægar spurningar“ og kom þar ýmislegt í ljós um söngkonuna vinsælu en meðal annars greindi hún frá gælunafni sem varð næstum að listamannsnafni hennar.

„Mamma hefur alltaf kallað mig Búbba. Búbbalú,“ útskýrði Bríet. „Ég var án djóks að pæla í að kalla mig Búbbalú, af því ég hef verið kölluð það allt mitt líf.“ 

Sjáðu Bríeti svara „20 ógeðslega mikilvægum spurningum“ í Síðdegisþættinum. 

 

mbl.is