Glænýtt á Netflix og öðrum veitum

Lokaserían af 13 Reasons Why er loks að detta inn …
Lokaserían af 13 Reasons Why er loks að detta inn á Netflix.

Fjölmargt er í boði á helstu streymisveitum á næstunni en Bíó-Bússi fór yfir það helsta sem er væntanlegt í morgunþættinum Ísland vaknar í dag. Nýir þættir, framhaldsþættir sem margir hafa beðið með óþreyju og nýjar bíómyndir verða á boðstólnum á Netflix, HBO og Amazon Prime á næstu dögum. 

Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum …
Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum á næstunni. Ljósmynd/Unsplash

Love Life

Rómantísku gamanþættirnir Love Life eru nýbyrjaðir á HBO MAX. Anna Kendrick fer með aðalhlutverkið í þáttunum sem eru frá framleiðandanum Paul Feig en þeir fjalla á kómískan hátt um leitina að ástinni.   


On The Record

Heimildarmynd On The Record um Drew Dixon og Me-too sögu hennar í hip hop-heiminum sem stjórnandi hjá Russell Simons og Def Jam Records er nýkomin inn á HBO MAX. Mikilvæg saga um magnaða konu.


13 Reasons Why

Lokaserían af 13 Reasons Why kemur loks inn á Netflix 5. júní en margir hafa beðið eftir framhaldinu með eftirvæntingu. Útskrift úr Liberty High er nú í undirbúningi en ýmislegt þarf að gera upp til að allt gangi.


Alex Rider

Spennuþættirnir Alex Rider koma inn á Amazon Prime UK 4. júní. Þættirnir fjalla um háskólanemann Alex sem kemst að því að ekki er allt sem sýnist þegar hann fréttir af bílslysi og andláti frænda síns sem ól hann upp. Upp kemst að frændinn var myrtur og starfaði sem njósnari hjá M16 og af því leiðir að Alex fetar í fótspor hans. Þættirnir eru byggðir á vinsælum bókum eftir Anthony Horowitz og eru í svokölluðum unglinga-James Bond stíl. 


Somebody Feed Phil

Þriðja sería af Somebody Feed Phil kemur inn á Netflix á morgun, 29. maí, en þættirnir eru eftir handritshöfund Everybody Loves Raymond. Phil Rosenthal er léttur í lund og ferðast um heiminn að borða góðan mat. 

The Last Days of American Crime

Kvikmyndin The Last Days of American Crime kemur inn á Netflix 5. júní. Sagan er byggð á myndasögu þar sem ríkisstjórnin hefur fundið leið til að stöðva hryðjuverk og glæpi með lamandi hljóðmerki. Hópur glæpamanna ætlar að nota tæknina til að fremja síðasta glæpinn í Ameríku. 


The Vast of Night

Sci-fi-kvikmyndin The Vast of Night kemur inn á Amazon Prime á morgun, 29. maí. Ekta vísindaskáldskapur í anda Twilight Zone sem gerist í lok sjötta áratugarins í Nýju-Mexíkó. Símadama og útvarpsmaður uppgötva undarlegt hljóðmerki sem er upphaf að miklum ratleik. Kvikmyndin hefur fengið mikla umfjöllun og góða dóma. mbl.is