Beina sjónum að Reykjanesinu

Öll dagskrá K100 verður frá Reykjanesinu á morgun. Bæði Ísland …
Öll dagskrá K100 verður frá Reykjanesinu á morgun. Bæði Ísland vaknar og Síðdegisþátturinn munu fá til sín fjölda viðmælenda að svæðinu sem munu kynna það hvað gerir Reykjanes að áhugaverðum stað til að heimsækja, starfa á og búa á. Ljósmynd samsett: mbl.is/Rax

Stjórnendur útvarpsþáttanna Ísland vaknar og Síðdegisþáttarins ætla að gerast ferðamenn í eigin landi og ferðast um landið með hlustendum í sumar en næsti áfangastaður K100 er Reykjanesið. Dagskrá K100 á morgun verður öll úr hjólhýsi fyrir utan Hljómahöllina en þangað munu koma ýmsir góðir gestir af svæðinu.

Ljósmynd/úr safni

Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Ásgeir Pál, Jón Axel og Kristínu Sif innanborðs, hefst stundvíslega kl. sex að morgni. Auðun Georg miðlar fréttum frá því helsta sem er að gerast á svæðinu og Síðdegisþátturinn með þeim Loga Bergmann og Sigga Gunnars mun fjalla um það hvað gerir Reykjanes að áhugaverðum stað til að heimsækja, starfa á og búa á.

Siggi og Logi verða fyrir utan Hljómahöllina í útsendingarhjólhýsi á …
Siggi og Logi verða fyrir utan Hljómahöllina í útsendingarhjólhýsi á morgun.

Elskar að upplifa kyrrðina á Kleifarvatni

„Við erum mjög spennt fyrir því að heimsækja Reykjanesið. Ég er mikill aðdáandi þess enda einstök náttúruperla,“ segir Siggi Gunnars í samtali við K100.is. 

Kleifarvatn er afar fallegt.
Kleifarvatn er afar fallegt. Ljósmynd/úr safni

„Ég elska að taka mér rúnt upp að Kleifarvatni og upplifa kyrrðina þar. Svo er einstakt að standa við Reykjanesvita og horfa út í Eldey og upplifa náttúruöflin, rokið og brimið og allt. Svo er fullt af góðum veitingastöðum í bæjarfélögunum á Reykjanesi þannig að já, ég er mikill Reykjanesmaður og hlakka til að beina sjónum K100 að þessu svæði.“mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist