Gjaldfrjáls hugleiðsla fyrir atvinnulausa

Ljósmynd/Unsplash

Hugleiðsluforritið Headspace býður nú atvinnulausum Bandaríkjamönnum frían árs aðgang að appinu þeirra sem er með yfir 1.200 mismunandi hugleiðslur í boði. Atvinnuleysi hefur farið hækkandi undanfarna mánuði sökum Covid-19 og því er mikill fjöldi fólks á tímamótum sem geta verið virkilega krefjandi.

Þetta framtak hefur vonandi uppbyggileg áhrif á sálarlíf þeirra og hafa eflaust margir gott af því að staldra við, líta inn á við, anda djúpt og hlaða batteríin. Forstjóri Headspace sagði að þó svo að hugleiðsla og núvitund geti ekki breytt aðstæðum í lífinu geti það samt sem áður breytt viðhorfi hvers og eins á þessar sömu aðstæður. Að þau séu fyrirtæki sem leggi upp úr því að bæta heilsu og hamingju í heiminum og því taki þau því mjög alvarlega að styðja við andlega heilsu fólks.

mbl.is/Thinkstockphotos

Það er nefnilega þannig að við getum vissulega ekki stjórnað aðstæðum en það er heilmikil stjórn í því hvernig við lítum á aðstæðurnar. Vonandi kemur þetta til með að efla fólk til þess að hugsa betur um sig og að þessir erfiðleikar geti styrkt okkur þannig að við komum tvíefld til baka.

Ég mæli með hugleiðslu fyrir alla, og finnst þetta virkilega flott framtak hjá Headspace. Lifum heil og hugsum vel um okkur. Namaste!

DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Íslatte.

mbl.is