„Það vantar svolítið fyrirhyggjuna enn í okkur“

„Það er búið að vera [mjög mikið] að gera hjá …
„Það er búið að vera [mjög mikið] að gera hjá okkur. Verslunin er full,“ sagði Kjartan Jón Bjarnason, verkstæðisformaður hjá Víkurverki, en verslunin selur meðal annars hjólhýsi og tjaldvagna. Samsett ljósmynd: Víkurverk.is og mbl.is/Rax

Kjartan Jón Bjarnason, verkstæðisformaður hjá Víkurverki, mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar í gærmorgun en hann kvað mikilvægt að yfirfara útilegubúnaðinn vel fyrir ferðalagið innanlands í sumar en hann sagði að Íslendinga vantaði enn svolítið að skipuleggja betur ferðalögin.

„Það vantar svolítið fyrirhyggjuna enn í okkur en hún er að koma. Þetta er að lærast hjá okkur, við erum að verða betri í því að ákveða að við ætlum að ferðast í sumar. Sér í lagi núna. Það eru svolítið breyttar aðstæður af því að núna eru bara allir að fara að ferðast innanlands,“ sagði Kjartan.

„Það verður farið í að draga vagna hingað og þangað. Það er búið að vera [mjög mikið] að gera hjá okkur. Verslunin er full. Við erum með svo mikið af aukadóti fyrir ferðalagið,“ sagði hann. 

Hlustaðu á allt viðtalið við Kjartan í spilaranum hér fyrir neðan þar sem hann gefur góð ráð fyrir ferðalögin innanlands í sumar. 

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is