Grét úr gleði yfir barnabörnunum

Einn stoltur afi náðist á myndband gráta úr gleði yfir …
Einn stoltur afi náðist á myndband gráta úr gleði yfir velgengni barnabarna sinna en myndbandið hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Skjáskot af myndskeiði Unsplash

Það veitir hjartanu mikla hlýju að vera stoltur af fólkinu í kringum sig og magnað er að sjá þá sem manni þykir vænt um blómstra og ná árangri í því sem þeir leggja fyrir sig. Ég elska að fylgjast með vinum og fjölskyldu standa sig vel og það veitir mér svo mikinn innblástur að sjá þau ná nýjum hæðum. Þetta upplifa eflaust margir, en yndislegt dæmi um það er einn stoltur afi sem náðist á myndband gráta úr gleði yfir velgengni barnabarna sinna.

Myndbandið hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og er alveg ótrúlega fallegt. Vana Ebrahimi og bróðir hennar eru fyrsta kynslóð sinnar fjölskyldu til þess að fara í háskóla. Foreldrar þeirra komu til Bandaríkjanna með engan pening og enga kunnáttu á tungumálinu og vildu hefja nýtt og betra líf fyrir fjölskyldu sína. Nú um daginn útskrifuðust krakkarnir úr læknisfræði og lögfræði og fóru þau og heimsóttu afa sinn fyrir utan elliheimilið hans. Fóru samskipti þeirra fram í gegnum glerhurð, en á upptöku sem náðist af þeim má sjá afann hrærðan og stoltan gráta yfir þessum frábæra árangri og greinilegt er að velgengni barnabarnanna er honum ómetanleg. Svo ótrúlega fallegt og yndislegt.

DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í samstarfi við Íslatte.mbl.is