Gefur föðurlausum „pabbaráð“

Rob Kenney heldur úti Youtube-rás þar sem hann deilir „pabbaráðum“ …
Rob Kenney heldur úti Youtube-rás þar sem hann deilir „pabbaráðum“ sem eru sérstaklega ætluð þeim sem alast upp án föður eins og hann sjálfur. Skjáskot af Youtube

Það er svo magnað að sjá hversu margt uppbyggilegt og fallegt getur átt sér stað á samfélagsmiðlum og á samskiptaforritum og hversu mikillar visku er hægt að afla sér í gegnum þau. Einn ónefndur faðir er með frábært framtak, en hann heldur uppi Youtube-rás undir nafninu „Dad, How Do I?“ eða „Pabbi hvernig geri ég?“.

Í myndböndunum útskýrir hann alls kyns nytsamlega hluti eins og hvernig hægt er að laga stíflað klósett, hengja hluti upp og koma vel fram við sig. Myndböndin eru ætluð þeim sem alast upp án föður, sem er eitthvað sem „Youtube-erinn“ sjálfur tengir við þar sem pabbi hans yfirgaf fjölskylduna þegar hann var aðeins 12 ára gamall.

Þetta er svo fallegt og einlægt og mun án efa nýtast mörgum mjög vel!

Hér fyrir neðan er hægt að sjá kennslu hans á því hvernig losa eigi stíflu úr stífluðum vaski.

 DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í samstarfi við Íslatte.

mbl.is