Nýtt á Netflix og öðrum veitum

Nóg er um að velja á Netflix og öðrum streymisveitum …
Nóg er um að velja á Netflix og öðrum streymisveitum á næstunni. AFP

Fjölmargt spennandi er á boðstólnum Netflix og öðrum streymisveitum en Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í morgun. 

Snowpiercer

Dystópíska spennuþáttaserían Snowpiercer er væntanleg á Netflix mánudaginn 25. maí en þættirnir byggja á samnefndri kvikmynd Bong Joon Ho og franskri myndasögu. Jennifer Connally og Daveed Diggs eru í aðalhlutverki í þáttunum. 


Spaceforce

Gamanþættirnir Spaceforce, frá sömu framleiðendum og gerðu Office US, lenda á Netflix 29. maí. Þættirnir eru með Steve Carell í aðalhlutverki.


Jeffrey Epstein: Filthy Rich

Heimildaþættirnir um Jeffrey Epstein, Filthy Rich, koma á Netflix 27. maí. Hvað gerðist  raunverulega í máli Epstein? Lærðu allt um þetta undarlega mál í þáttunum sem eru frá sama framleiðanda og gerði meðal annars Conversations with a Killer: Ted Bundy Tapes.

The Great

Elle Fanning leikur Katrínu miklu í þessari nýju seríu sem er nýlent á Hulu. Það er gott að rugla seríunni ekki við HBO-seríuna með Helen Mirren í aðalhlutverki sem fjallar um sömu konu.

Barkskins

Þættirnir Barskins eru væntanlegir á Hulu 26. maí. Þeir byggja á Pulitzer-verðlaunabók Annie Proulx og fjalla um öreiga sem reyna að fóta sig seint á 17. öld í miðjum átökum Frakka og Breta í Norður-Ameríku. Þættirnir eru byggðir á Pulit Hulu

 Run

Þættirnir Run eru nýlega byrjaðir í sýningu á HBO og eru líklegir á Stöð 2 fljótlega að sögn Bíó-Bússa. Unga konan Ruby fær símaskilaboð frá Billy, gömlum kærasta, með orðinu: „Hlauptu“. Höfðu þau gert samkomulag 17 árum áður um að ef annað hvort þeirra sendi þessi skilaboð mundu þau henda öllu frá sér og hittast á Grand Central-stöðinni og ferðast saman þvert yfir Bandaríkin. Merritt Weaver og Domhnal Gleeson leika aðalhlutverkin í þáttunum en höfundur þeirra er Vicky Jones sem skrifaði meðal annars Fleabag.

Hlustaðu á Bíó-Bússa lýsa væntanlegu sjónvarpsefni í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir