Fullkomið í afmælisveislu sonarins

Heiðar Austmann afhenti Karítas allt fyrir pallapartíið í vikunni.
Heiðar Austmann afhenti Karítas allt fyrir pallapartíið í vikunni.

Karítas E. Kristjánsdóttir hafði heppnina með sér að þessu sinni í Pallapartíleik K100 í vikunni en hún vann allt fyrir pallapartíið, vinning að andvirði 100.000 króna í leiknum.

„Maður er bara orðlaus yfir öllum þessum vinningum. Hvað þetta …
„Maður er bara orðlaus yfir öllum þessum vinningum. Hvað þetta var mikið. Maður þurfti bara smátíma að melta þetta allt,“ sagði vinningshafinn Karítas Kristjánsdóttir.

Hún var hæstánægð og sagði í samtali við K100.is að vinningurinn kæmi sér einstaklega vel fyrir fjölskylduna en hún ætlar að slá upp afmælispartíi og grilli á pallinum í tilefni af 16 ára afmæli sonarins á sunnudaginn, 24. maí.

„Þá fá allir að njóta,“ segir Karítas. „Maður er bara ennþá eiginlega í losti. Þetta er ekkert smá flott,“ segir hún. „Maður er bara orðlaus yfir öllum þessum vinningum. Hvað þetta var mikið. Maður þurfti bara smátíma að melta þetta allt,“ bætir hún við og hlær.

Fjölmargir tóku þátt í leiknum sem fór fram á Facebook-síðu K100 en dreginn verður út nýr vinningshafi alla föstudaga út maí og júní.

mbl.is