Daði og börnin leggja okkur lífsreglurnar

Skjáskot af Youtube

Glænýtt lag Barnamenningarhátíðar 2020, „Hvernig væri það?“, hefur nú verið birt en lagið er samið og flutt af Daða Frey, eurovisionstjörnu Íslendinga, en hann samdi lagið í samstarfi við börn í 4. bekk. 

Er texti lagsins byggður á hugmyndum barna um það hvernig heimurinn væri ef þau fengju að ráða. Hvetja þau meðal annars hlustendur lagsins til að kaupa minna drasl, nota minna plast og að vera góð hvert við annað.

Lagið og myndbandið við það má sjá í spilaranum hér að neðan

Daði hélt einnig tónleika í beinni útsendingu frá Berlín klukkan níu í morgun í tilefni hátíðarinnar og útgáfu lagsins. Tón­leik­arn­ir voru upp­haf­lega skipu­lagðir sem opn­un­ar­viðburður Barna­menn­ing­ar­hátíðar í Hörpu 2020 en ekk­ert varð af þeim vegna COVID-19. Til þess að dreifa gleðinni sem víðast var ákveðið að hafa tón­leik­ana opna fyr­ir alla á face­booksíðu Barna­menn­ing­ar­hátíðar en hægt er að horfa á tónleikana hér fyrir neðan. 

mbl.is