Oft hægt að rekja glútenóþol til illa unnins deigs

Elenora er með ýmis ráð í pokahorninu varðandi bakstur.
Elenora er með ýmis ráð í pokahorninu varðandi bakstur. Ljósmynd/K100 Unsplash

19 ára bakaraneminn Elenora Rós Georgesdóttir hefur verið virk í bakstri þrátt fyrir að hafa lítið getað mætt í vinnuna á meðan kórónuveirufaraldur hefur gengið yfir en hún sýnir fylgjendum sínum á Instagram frá því sem hún tekur sér fyrir hendur í eldhúsinu. Hún mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar í gærmorgun og ræddi um listina að baka en hún er með ýmis ráð í pokahorninu varðandi bakstur og benti meðal annars á að mikilvægt sé að hræra og vinna deig rétt til að fá góða glútenmyndun.  

Sagði hún að galdurinn við það að sjá hvort glútenmyndunin sé góð sé að toga deigið út og reyna að mynda glugga.

„Ef það slitnar ekki og verður bara eins og gegnsær gluggi er góð glútenmyndun í því,“ sagði Elenora. „Margir sem segjast vera með óþol fyrir glúteni eru í raun bara að borða illa unnið deig af því að ef þú vinnur glútenið vel þá ertu byrjaður að brjóta niður glútenstrengina og þá er auðveldara að melta það,“ sagði hún. 

View this post on Instagram

📷 @sagasig

A post shared by Elenora Rós Georgesdóttir (@bakaranora) on May 16, 2020 at 4:33am PDT

Hlustaðu á allt viðtalið við Elenoru í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is