Notar sólarljós til að brenna í verk sín

Listakonan Hye Sea notar stækkunargler og sólarljós til að gera …
Listakonan Hye Sea notar stækkunargler og sólarljós til að gera mögnuð listaverk. Instagram/@magnifythesun

Hye Sea er ung listakona frá Bandaríkjunum sem hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir óhefðbundnar, skemmtilegar og umhverfisvænar aðferðir í listsköpun. Gengur hún undir listamannanafninu magnifythesun og leggur mikla áherslu á að hún sé Zero Waste Art Enthusiast eða áhugakona um umhverfisvæna list.

Hún býr til einstakar myndir þar sem hún notast við sólarorku með því að nota stækkunargler á ákveðinn sólargeisla sem hægt er að nýta til þess að brenna teiknaðar myndir yfir á tréverk.

Viðfangsefni hennar eru gjarnan „portrett“-myndir sem og dýr, letur og teiknimyndafígúrur. Málning, leysiefni og fleiri efni sem gjarnan eru notuð við gerð listaverka geta verið eitruð og óumhverfisvæn. Við gerð listaverka sinna er það eina sem Hye Sea þarfnast sólarljósið, stækkunargler og endurnýttur viður sem kemur frá föllnum trjám. Hye Sea fékk áhuga á listsköpun þegar hún var lítil stelpa, en ólst hún upp á heimili þar sem enga málningu var að finna.

Í staðinn átti hún stækkunargler og nóg var til af afgangsviði þar sem pabbi hennar vann sem smiður. Þannig þróaðist hún í þessa mögnuðu umhverfisvænu listakonu sem hún er í dag! Frábær leið til þess að skapa fallega list og leggja sitt af mörkum til þess að gera plánetuna okkar betri.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá það hvernig Hye Sea gerir verk sín. 

View this post on Instagram

Detailing—but spontaneous, alive and free✨ • • Tunes sustainably sourced from @kiyoto_beats 🎶

A post shared by Hye Sea 👋🏽🌊 (@magnifythesun) on May 11, 2020 at 11:32am PDT

DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í samstarfi við Íslatte.

mbl.is