„Allt fyndið við einn Færeying og einn homma frá Dalvík“

Tónlistarmennirnir Jógvan og Friðrik Ómar eru miklir vinir og hafa …
Tónlistarmennirnir Jógvan og Friðrik Ómar eru miklir vinir og hafa brallað mikið saman í gegnum tíðina. Þeir stefna á að ferðast um landið í sumar og skemmta landsmönnum með söng og fíflalátum. Ljósmynd: Samsett mbl.is/Eggert mbl.is/Hari

„Við ætlum að setjast upp í bíl og þar er maður sem ætlar að skutla okkur í kringum landið á 25 staði og við ætlum að syngja og hafa gaman,“ sagði tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen sem mætti ásamt Friðriki Ómari í Síðdegisþáttinn í gær. Þeir ætla að ferðast saman á húsbíl í kringum landið í sumar og syngja og fíflast með skemmtanaþyrstum landsmönnum víða um land.

„Stundum hugsar maður að við tölum of mikið, við skulum bara syngja núna. En þá finnst fólki það ekki nógu skemmtilegt. Það vill heyra einhverja bjagaða íslensku og einhvern Norðurlandahreim,“ sagði Jógvan kíminn í bragði. 

„Það er líka svo gaman að hafa þessa minnihlutahópa. Færeyingur og svo ég „gay“ og allt þetta. Og fíflast með þetta fram og til baka,“ bætti Friðrik Ómar við.

„Það er allt fyndið við einn Færeying og einn homma frá Dalvík,“ sagði Jógvan og uppskar hlátur í stúdíóinu.

Hlustaðu á allt viðtalið við Friðrik Ómar og Jógvan í spilaranum hér fyrir neðan.


 

mbl.is