Bað konu sinnar aftur eftir covid-greiningu

Ástin er alls staðar og þolir ótrúlegustu hluti. Á erfiðum tímum getur ástin orðið sterkari en nokkru sinni fyrr og eflaust hafa einverjir fundið fyrir sterkari tilfinningum til ástvina og maka undanfarið. Stundum er eins og tilfinningar manns séu loksins settar í rétt samhengi og maður áttar sig á því að það er ekkert skemmtilegt við það að vera hræddur og hika. Lífið er til þess að lifa og upplifa og það er skemmtilegra að taka sénsinn á ástinni! Ég rakst á svo fallegt myndband af hjónum í Bandaríkjunum. Þau höfðu ætlað sér að endurnýja heiti sín áður en vírusinn skall á en svo greindist eiginkonan með covid og var lögð inn á spítala.

Gátu loks faðmast

Þegar hún hafði jafnað sig og var að útskrifast af spítalanum beið eiginmaður hennar eftir henni í anddyri spítalans með trúlofunarhring og bað hennar aftur, mörgum árum seinna. Hún sagði að sjálfsögðu já og gátu þau loksins faðmast aftur eftir nokkurra vikna aðskilnað, kannski ástfangnari en nokkru sinni fyrr! Lifi ástin!

DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um.

mbl.is