Hlustaðu á glænýja útgáfu af lagi Daða Freys

Hljómsveitin Hot Chip hefur gert nýja útgáfu af Eurovisionlaginu Think …
Hljómsveitin Hot Chip hefur gert nýja útgáfu af Eurovisionlaginu Think About Things með Daða og Gagnamagninu en Daði segir það mikinn heiður að hljómsveitin, sem hefur veitt honum innblástur síðustu tíu árin, hafi valið að gera endurhljóðblöndu af laginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hljómsveitin Hot Chop hefur nú gefið út glænýja endurhljóðblöndu (e. remix) af Eurovisionlagi Daða Freys, Think About Things, sem átti að vera framlag Íslands í Eurovision áður en keppninni var aflýst vegna kórónuveirufaraldurs.

Daði Freyr tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í gær en þar sagði hann það mikinn heiður að Hot Chip hafi viljað gera endurhljóðblöndu af laginu og sagði hljómsveitina hafa veitt honum mikinn innblástur fyrir tónlist hans síðustu tíu árin.

Hlusta má á nýju útgáfuna á Spotify.

mbl.is