Grunnskólakrakkar syngja Gagnamagnið að heiman

Nemendur í Lækjarskóla stóðu sig með prýði þegar þeir sungu …
Nemendur í Lækjarskóla stóðu sig með prýði þegar þeir sungu lagið Gagnamagnið eftir Daða Frey. Ljósmynd: Samsett Skjáskot mbl.is/Eggert

Hörður Alexander tónmenntakennari í Lækjarskóla tók að sér það verkefni að létta lund fólks og skipulagði samsöng nemenda að heiman. Fékk hann nemendur og nokkra kennara til að syngja lagið Gagnamagnið eftir Daða Frey, hvern í sínu húsi, og taka það upp og klippti svo allar upptökurnar saman.

Úr því varð þetta skemmtilega myndband sem sjá má hér að neðan.

mbl.is