Tók dansspor eftir spítalavakt og gladdi Kevin Bacon

Kevin Bacon, sem fór með aðalhlutverkið í dansmyndinni Footloose, hrósaði …
Kevin Bacon, sem fór með aðalhlutverkið í dansmyndinni Footloose, hrósaði heilbrigðisstarfsmanninum Thompson í bak og fyrir eftir að hann deildi færslu af sér að dansa eftir vakt á spítalanum. Ljósmynd: Samsett AFP/Instagram

Eins og ég hef áður nefnt er mikill máttur í bæði tónlist og dansi. Það að gleyma sér við takt tónlistarinnar stundarkorn getur verið ómetanlegt fyrir sálina. Ég rakst á svo ótrúlega skemmtilegt myndband á Instagram af manni sem ber nafnið Jonathan Thompson dansa við lagið Footlose.

Thompson er heilbrigðisstarfsmaður sem starfar á Cape Cod spítalanum í Massachusetts. Eftir vakt fór hann inn í búningsklefa starfsmanna og leyfði sér aðeins að dansa áður en hann skipti um föt. Hann ákvað að taka dansinn upp á símann sinn og getum við svo sannarlega glaðst yfir því. Hann gerði það svona líka vel að myndbandið endaði á Twitter þar sem enginn annar en Kevin Bacon, sem lék einmitt aðalhlutverk í kvikmyndinni Footlose, „retweetaði“ myndbandinu og hrósaði honum í bak og fyrir.

Bacon vonaðist meðal annars til þess að myndbandið myndi veita öðrum jafn mikla gleði og það hafði veitt honum sjálfum. Bacon benti einnig á hvað við værum heppin með að það væri svona mikið af einstöku fólki til í heiminum sem væri að leggja sig fram daga og nætur við að passa upp á heilbrigði og heilsu almennings. Ég er líka svo þakklát fyrir það að fólk geti glaðst og glatt aðra á erfiðum tímum.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.

 

 

Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum.

Fylgstu með á K100 og á k100.is

Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur …
Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega alla virka daga í útvarpinu og á vefnum.
mbl.is